Bleiki skápurinn

Svo margt fallegt

  • 0 kr

Verður til á lager eftir

Team Auður  stendur fyrir uppboði á Bleika skápnum til að styrkja Bleiku slaufuna.

Skápurinn er málaður með Fusion litnum CUREiously pink, sem var gefin út í takmörkuðu upplagi í  október í fyrra og nefndur fyrir tilefnið (CURE). Hér er CUREiously Pink svo blandaður með hvítum til að skapa 4 bleika litatóna á skápinn.  Þessi gordjöss bleiki skápur er svo málaður að innan með Fusion Metallics litnum Pale Gold og stendur á kolagráum fótum. og til að fullkomna verkið... skreyttur með blómlegum transfer myndum sem Re-design hannaði fyrir bleikan október í ár og gáfu í verkefnið í þeim tilgangi að verða til góðs í barráttuni við brjóstakrabbamein og veita gleði, uppörfun og stuðning.

Uppboðið:

Leggið okkur lið og hjálpið Team Auði að láta gott af sér leiða og enda bleikan október með góðu framlagi til Bleiku slaufunar.

Uppboðið byrjar í 50.000 kr og hægt er að bjóða í hann þar til á  lok nóvember þegar uppboðinu lýkur. 

Ef þú vilt eignast þennan einstaka  skáp og láta gott af þér leiða, getur þú tekið þátt í uppboðinu og skápurinn gæti orðið þinn.

Ef þú vilt styrkja málefnið og veist um einhvern sem á eða hefur átt í baráttu við krabbamein, einhver sem málefnið snertir persónulega og myndi njóta þess að eiga þessa bleiku dásemd þá að sjálfsögðu gætirðu ánafnað skápinn á góðan stað ef hann verður þinn.

 

 

 

 

 

 


Tengdar vörur