Snyrti kommóðan Blómey
Blómey var bara ósköp hversdagsleg sænsk kommóða af Malm ættinni sem hafði nú munað fífil sinn fegurri, hún hafði þjónað vel enda hirsla hin besta en enginn vildi eiga hana lengur og hún stóð ósköp döpur úti í horni í langann tíma.
Á sólríkum degi í vor var hún svo dreginn út í sólina, þrifin og lagfærð. Hún var svo máluð með hvorki meira né minna en 3 Fusion litum og tveimur sérblönduðum litum til að gefa henni fallega og einstaka tóna sem mjúklega lýsast upp skúffurnar. Skúffurnar eru skreyttar blómaskreytingu með transfer myndunum Delicate Fleur ,pússaðar og loks vaxbornar. Hólfið undir speglinum er málað með Vintage gold í metallic línuni.
Svo nú er hún loks dáð fyrir sitt einstaka útlit, björt, blómleg og fögur.
Nánar um Blómey: hún er með nnbyggðan spegill og filtfóðrað hólf undir speglinum sem er fullkomið til að geyma skartgripi. Hún er með 6 skúffur sem renna mjúklega og eru með skúffustoppurum sem koma í veg fyrir að skúffurnar dragist alveg út.
Málin eru: Breidd: 40 cm Dýpt: 48.5 cm Hæð: 123 cm
Breidd skúffu (innanmál): 32 cm, Dýpt skúffu (innanmál): 43 cm
Húsgögnin frá Svo margt fallegt eru öll einstök, með reynslu og sögu.
þau eru endurunnin af alúð og ég nota einungis hágæða málningu og vörur sem eru góð fyrir okkur og umhverfið.
Fyrir frekari upplysingar og afhendingu hafið samband í skilaboðum eða í sima 8938963
(ath að húsgögnin eru, eðlilega, ekki send með pósti þó netverslunin bjóði uppá þann möguleika)