Málaðu þitt eigið!

Málaðu þitt eigið!

Svo margt fallegt

  • 11.000 kr

Verður til á lager eftir

Ath að engin námskeið eru á dagskrá núna.

Ég mæli með vef grunn-námskeiðinu þar sem farið er vel í grunninn við að mála húsgögn og er bæði grunn námskeiðið og málaðu þitt eigið saman.

þú getur kynnt þér netnámskeiðið hér: svomargtfallegt.teachable.com/p/grunn-namskeid


 Málaðu þitt eigið!

Staðsetning: Bæjarlind 2. (2. hæð) Kópavogi

Dags og tími

Verð: 11000kr

Viltu koma og mála þitt eigið dót á námskeiði?

Þið komið með ykkar smá hlut og fáið leiðsögn um undirbúning áður en málað er,  málið í einum eða tveimur litum með MIlk paint eða Fusion og setjið vörn yfir ef þörf er á. 

Tilvalið námskeið fyrir þá sem eru að byrja/eða hafa mætt á grunnnámskeið en vantar að koma sér í gang, nota þær aðferðir sem við lærðum þar  og byrja að mála. 

Athugið að hlutinn þarf að vera nógu lítll til að þú getir borið hann inn og taki ekki of mikið pláss og sé hægt að klára á einni kvöld stund. td hliðarborð, kollur, myndarammi, kertastjaki, vegghilla eða álíka. Helst að það sé úr tré eða málað/lakkað áður (ekki plasthúð eða álíka, það þarf lengri tíma) En þetta er allt dæmi um hluti sem eru góðir sem fyrsta verkefni áður en ráðist er í stóru mublurnar úr stofuni ;) Ef þið finnið ekkert heima sem henntar er hægt að fá margt sniðugt fyrir lítinn pening í nytjamörkuðum.

Eftir skráningu mun ég svo biðja ykkur um að senda mér myndir af hlutunum sem þið ætlið að mála svo öruggt sé að allt gangi vel fyrir sig.

Innifalið í námskeiðinu er fræðsla og aðstoð, áhöldin, val um einn eða tvo liti og vörn. 

Hægt er að fá nótu fyrir námskeiðagjaldinu og sækja um endurgreiðslu hjá flestum stéttarfélögum.


Tengdar vörur