Grunn námskeið í sept

Grunn námskeið í sept

Svo margt fallegt

  • 9.000 kr


Við málum svo margt fallegt með Fusion og mjólkurmálningu. 

Námskeiðið byrja aftur í september með aðeins færri sæti i boði til að byrja með og gert ráð fyrir fjarlægð milli ótengdra einstaklinga.

En þegar nær dregur gæti ég fjölgað þeim aftur ef það er óhætt. 

ENDURSKOÐUM ÞAÐ EFTIR 13.ÁGÚST

(En svo hægt verði áfram að virða rétt hvers og eins á fjarlægð ef óskað er eftir því, þá myndi ég þá byðja ykkur um að láta mig vita ef þið kjósið áfram að hafa fjarlægð við næsta mann, svo ég raði sætum með tilliti til þess.)

Um námskeiðið:

Á námskeiðinu kynni ég fyrir ykkur milk paint og Fusion, hver séreinkenni þeirra eru og munurinn á þeim. Ég fer yfir mikilvæg atriði þegar við erum að mála húsgögn, undirbúning og hvað þarf að huga að við val á húsgögnum til að mála. Þið blandið milk paint málninguna og æfið ykkur að mála með báðum gerðum undir leiðsögn, lærið nokkur trix til að fá ólíkt útlit og prufið ólíkar gerðir af vörnum.

Skráðu þig á námskeiðið og vertu með okkur eina góða kvöldstund og þú ferð heim með góða þekkingu, fullt af hugmyndum og öryggi til að ráðast í að mála húsgögnin þín heima. 

Staðsetning:

Bæjarlind 2. (2. hæð)  Kópavogi

Innifalið:

Allt efni og verkfæri til að vinna með, (þið veljið úr öllum 25 litunum af mjólkurmálnigu og yfir 20 Fusion liti og allar gerðir af MMSMilkPaint vörnum) 
Kaffi og smá með
Munið að byðja um nótu fyrir námskeiðinu ef sækja á um endurgreiðslu hjá stéttarfélagi.
 
Hér getur þú skráð þig á námskeiðið og gengið frá greiðslu.
Veldu dagsetningu sem hentar þér og settu í körfuna. þú getur svo valið að greiða með  korti eða millifærslu.
Námskeiðið er ca 3 klst.  Allt efni er innifalið og nemendur fá 10% afslátt á vörukaupum á staðnum.

Ath Það þarf að tilkynna forföll með amk dagsfyrirvara og hægt að skrá sig á aðra dagsetningu í staðin.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband á netfangið stina@svomargtfallegt.is eða í síma 8938963

Tengdar vörur