Skálað og skapað... sælkeraplatta,

Svo margt fallegt

  • 12.000 kr

Verður til á lager eftir

Langar þig á skemmtilegt, skapandi sælkerkvöld í góðum félagskap? Komdu með vin, maka eða komdu bara og hittu nýtt fólk!

Vertu með okkur og gerðu fallegan viðarbakka. Hver bakki er einstakur að lögun, með sína viðaráferð og ófullkomnleika......  sem er akkurat það sem gerir hann að fallegum miðpunkti þegar þú setur saman þinn eigin sælkera platta. 

á námskeiðinu með okkur lærir þú:

Hvernig á að verja bakkan.

Hvernig á að halda bakkanum fallegum en öruggum fyrir mat árum saman.

Hvernig hægt er að raða mat á bakkann til að skapa fallegan og girnilegan sælkeraplatta.. förum yfir tékklista með hugmyndum.

Við gæðum okkur á girnilegum sælkeraplatta sem ég hef sett saman sem hugmynd og innblástur fyrir kvöldið og skálum meðan við erum að skapa og vinna.


Viltu blanda saman félagslífi, léttvíni, góðgæti og sköpun? Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Vertu með okkur hjá Svo margt fallegt í Bæjarlind, Kópavogi skálaðu við okkur og gerðu þinn eigin bakka til að taka heim.... notaðu hann sem einfaldan ostabakka með sjónvarpinu eða til að setja saman glæsilegan sælkeraplatta fyrir veisluna, saumaklúbbinn eða kósykvöld heima.

Bakkinn er skapandi verkefni sem heldur áfram að vera skapandi!

Þetta verður einstakt málningar partý! Nýttu tækifærið bjóddu vinum þínum og vertu með! 

Dags: fimmtud 4. mars og 29. apríl
Timi: 19:00-21:00

Staðsetning: Bæjarlind 14-16. 201 Kópavogi

verð: 12.000kr 

Innifalið:

 Allt efni sem þú þarft til að gera fallegan bakka til að taka með heim og veitingar til að skála og maula á meðan.

Ég fer með þér í gegnum það hvernig þú notar food safe efni fyrir trébakkann þinn og við förum líka yfir hugmyndina á bakvið góðan sælkeraplatta. Svo vertu KLÁR fyrir FRÁBÆRA skapandi og fræðandi kvöldstund!

Sjáumst í Kópavogi 


Tengdar vörur