Tvö i einu - Púða og blómapotta námskeið
UM NÁMSKEIÐIÐ:
Á þessu námskeiði mun ég kynna fyrir ykkur málninguna sem við notum í báðum verkefnum og sýna ykkur handbrögðin við að stensla svo þið fáið fallegt og skýrt munstur og hvernig best er að stensla á efni. Við ætlum svo að byrja á að stensla munstur á tvö púðaver með Fusion mineral paint og þið hafið yfir 20 liti að velja um og fjölbreytt úrval af stenslum til að gera ykkar púða einstaka. Þegar þið eruð búin með púðana málið þið venjulegan leirblómapott með milk paint og stenslið svo munstur á hann með MiniStenslunum.
Við munum líka aðeins skoða og velta fyrir okkur hugmyndum að því sem hægt er að gera með stensli og bara örlítilli málningu... og svo að sjálfsögðu bara eiga frábæra stund.
Athugið að ef þið viljið aðeins gera púða þá farið þið til baka og skráið ykkur á púðanámskeiðið og eruð þá bara búin þegar báðir púðarnir eru klárir :)