Púða Námskeið - 6.mai kl 18

Svo margt fallegt

  • 9.000 kr


Hér getur þú skráð þig á námskeiðið og gengið frá greiðslu.
Veldu dagsetningu sem hentar þér og settu í körfuna. þú getur svo valið að greiða með  korti eða millifærslu.
Námskeiðið er ca 2 1/2 klst og er haldið á vinnustofu Svo margt fallegt í Keflavík.  Allt efni er innifalið og nemendur fá 10% afslátt á vörukaupum á staðnum.
Ath Það þarf að tilkynna forföll með amk dagsfyrirvara og hægt að skrá sig á aðra dagsetningu í staðin.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband á netfangið namskeid@svomargtfallegt.is eða í síma 8938963
Ath Það þarf að greiða námskeiðið fyrirfram.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband á netfangið stina@svomargtfallegt.is eða í síma 8938963 

UM NÁMSKEIÐIÐ:

Á þessu námskeiði ætlum við að stensla munstur á tvö púðaver með Fusion mineral paint, sem er ný málning í verslun Svo margt fallegt og þið hafið 20 liti að velja um og fjölbreytt úrval af stenslum til að gera ykkar púða einstaka. Ég mun aðeins kynna fyrir ykkur málninguna sem við notum í stuttu máli og sýna ykkur handbrögðin við að stensla, svo þið fáið fallegt og skýrt munstur. Við munum líka aðeins skoða og velta fyrir okkur hugmyndum að því sem hægt er að gera með einum stensli og lítilli málningu... og svo að sjálfsögðu bara eiga frábæra stund.

 


Tengdar vörur