Málningin! Milk paint

Ný málningarlína, Milk paint by Fusion, kom inn 2021.

Milk paint línan frá Miss mustard hættir og er á 40% afslætti meðan byrgðir endast.

Ath þetta er sama frábær málningin frá sama framleiðanda en annað vörumerki.

AÐEINS 5 HRÁEFNI 

NÁTTÚRULEG OG ÁN ALLRA AUKAEFNA.

Mjólkur málning er ævaforn málning, sem inniheldur aðeins fimm grunn efni: Casein (mjólkur prótein), kalkstein, krít, leir og nátturuleg litarefni,  

Milk paint kemur í duftformi. Blandaðu duftið við vatn í jöfnum hlutföllum og hræfðu vel í nokkrar mínútur þar til blandan er kekkjalaus og rjómakennd.

Mjólkur málning drekkur sig inn í yfirborðið og flagnar ekki ef hún er borin á hráann við. Hún myndar yfirborð sem andar og hentar einstaklega vel til að mála hrá efni eins og við, gifs, leir og aðra álíka fleti.

Með bindiefninu bindur hún sig við erfið yfirborð eins og ál, gler og áður málað, varið eða lakkað yfirborð. án þess að þurfa að grunna. Án bindiefnisins færðu hinsvegar heillandi og  raunverulegt "gamalt" flagnað útlit,  sem svo margir sækjast eftir.

Milk paint er opin og óvarin náttúruleg málning og því getur verið nauðsynlegt að verja hana fyrir vatni og álagi 

 

Ath ef varan er í tveimur stærðum byrtist lægra verðið.  Þegar klikkað er á litinn/vöruna sést val um stærð og mismunandi verð.