Um mig

ATH AÐ NETVERSLUNIN DREGUR SAMAN OG MEÐ TÍMANUM MUN ÉG HÆTTA MEÐ VÖRUR FYRIR HÚSGAGNAMÁLUN. 

Það sem selst upp kemur ekki aftur.

ég hef stefnt á nýja braut og æta að setja meiri athygli á að skapa það sem hugurinn leiðir mig.

 Kristín Anna Sæmundsdóttir  | eigandi.

Stína Sæm

Ég er kölluð Stína Sæm, er keflvíkingur með óbilandi áhuga á öllu því sem fegrar og gleður augað og hef bloggað um svo margt fallegt frá því árið 2011 . Ég hef alltaf haft áhuga á þvi sem er gamalt og að endurnýta hluti sem eiga sér sögu og sjarma og í nóvember 2015 opnaði ég verslunina Svo margt fallegt þar sem málning fyrir húsgögn spilar aðalhlutverkið. Ég mála húsgögn, sel ykkur málnignu til að mála húsgögn og held námskeið til fylla ykkur af öryggi og andargift til að mála húsgögn.

 

Nánar um Svo margt fallegt verslunina:

Ég býð uppá vandaðar málningar línur fyrir húsgögn. Bæð Milk paint by Fusion, sem er gömul og alveg hrein náttúruleg tegund og Fusion mineral paint, sem er ný gerð af málningu, sterk og vönduð.  Báðar framleiddar af sama litla fjölskyldu fyrirtækinu í Kanada. Þessar tvær gerðir eru eins ólíkar og dagur og nótt og henta þess vegna ólíkum verkefnum og ólíkum smekk.

Lykillin að fallegu verki er ekki bara vönduð og góð málning heldur eru réttu áhöldin líka mikilvæg og að kunna réttu handtökin. Þess vegna er ég líka með  pensla og ýmis efni til að fá allskonar  skemmtileg"effect" og býð uppá vef námskeið til að kenna þér réttu handtökin og trixin. Einnig er ég með stensla, bæði svo þú getir klárað húsgagnið þitt með flottu munstri, skreytt heilu veggina með veggfóður-munstri eða gert skilti, púða eða bara hvað sem þér dettur í hug. Með réttu vörunum, smá þekkingu og hugmyndaflugi getur þú endurnýtt gömlu húsgögnin og skapað svo margt fallegt. 

Með kveðju,

Stína

Svo margt fallegt
Klapparstíg 9 Keflavík 
kt 180870 5129

stinasaem@gmail.com | sími  8938963