Vörn

Svo margt fallegt er með gott úrval af vörn og næringu, til að verja mjólkurmálningu eða til að fríska, verja og næra gamlan og þurran við, bera á leður eða verja viðarháhöld i eldhúsinu, svo fátt eitt sé nefnt. 

Fusion málningin inniheldur næga vörn og er einstaklega eindingargóð og sterk svo engin þörf er á að verja hana sérstaklega. En fyrir sérstaklega erfið svæði eins og eldhúsinnréttingar og borðplötur er  hægt að bæta við enn meiri vörn og endingu með Tough coat eða Stain and Finnishing oil. Áferðin á Fusion er mött  en með vaxi eða olíu er  hægt að fá meiri glans og bónað útlit eða fá þetta litla extra útlit með litaða vaxinu... allt eftir smekk.

 Milk paint er opin og óvarin náttúruleg málning og nauðsynlegt er að verja hana með vaxi eða olíu fyrir vatni og álagi svo hún endist betur og sé auðveldari í þrifum.

Hér er samanburður á vörnum frá Fusion. (ath að Gel stain er ekki í boði)