Mjólkurmálning - MMS Milk Paint

Aðeins 5 hráefni - 25 dásamlegir litir.

Náttúruleg og án allra aukaefna.

(Við eigum von á nýrri milk paint línu frá Fusion og litir og vörur í þessari línu sem eru uppseld á ég ekki von á að fá aftur. En athugið að vörur eins og vaxið og olían eru þær sömu og í Fusion línuni. Nýja milk paint línan er svo væntanleg í lok 2020 eða janúar 2021 með nýrri litapallettu)

Mjólkur málning er ævaforn málning, sem inniheldur aðeins fimm grunn efni: Casein (mjólkur prótein), kalkstein, krít, leir og nátturuleg litarefni,  

Mjólkur málning drekkur sig inn í yfirborðið og flagnar ekki ef hún er borin á hráann við. Hún myndar yfirborð sem andar og hentar einstaklega vel til að mála hrá efni eins og við, gifs, leir og aðra álíka fleti.

Með bindiefninu bindur hún sig við erfið yfirborð eins og ál, gler og áður málað, varið eða lakkað yfirborð. án þess að þurfa að grunna. Án bindiefnisins færðu hinsvegar heillandi og  raunverulegt "gamalt" flagnað útlit,  sem svo margir sækjast eftir.

Milk paint er opin og óvarin náttúruleg málning og því getur verið nauðsynlegt að verja hana fyrir vatni og álagi og því býður Miss mustard seed´s milk paint uppá fjölbreytta vörulínu með vörnum og áhöldum, svo þú færð flest það sem þú þarft til að gera þitt kraftaverk með milk paint!Því miður, Það eru engar vörur sem passa við leitina