Kerti úr 100% hreinu býflugnavaxi - upplýsingar og leiðbeiningar
Five Bees Yard er lítið fjölskyldufyrirtæki í Watford á Englandi. Fjölskyldan er með eigin býflugnarækt en kaupa jafnframt afurðir nálægra ræktenda.
Hér fyrir neðan er að finna þær leiðbeiningar sem þau hafa sett saman fyrir sínar vörur.
Að meðhöndla og nota 100% hrein býflugnavaxkerti
- Hafðu kertaþráðinn aldrei lengri en 4-5 mm (ef hann er lengri, klipptu hann þá)
- Ef kertaþráðurinn hallast út á hlið, réttu hann þá við til þess að kertið brenni jafnt niður allan hringinn
- Þegar þú brennir kerti í fyrsta sinn þarftu að láta það loga nógu lengi til þess að vaxið bráðni alveg út á brún kertisins (myndi vaxpoll). Fyrir kertaglösin (sem hafa 40-50 klst. brennslutíma) er svo mikilvægt að hafa í huga að brenna kertinu ekki of lengi í fyrsta skipti þar sem það eykur hættuna á sótmyndum og styttir líftíma kertisins
- Það er ekki nauðsynlegt að láta vaxpollinn myndast eftir fyrstu brennslu. Hafðu samt í huga að velja stærð kertis eftir tilefni og miða við að brennslutími kertisins sé í takti við þann tíma sem þú ætlar að hafa logandi kerti (þetta á að sjálfsögðu ekki við um kertaglösin með 40-50 stunda brennslutíma) - sem sagt, veldu stærð kertis eftir tilefninu
- Hafðu kertið þar sem loftið er stillt (fjarri dragsúg, opnum glugga, viftu o.s.frv.) þar sem kertaþráðurinn þarf “frið” til að halda jöfnu og réttu hitastigi til að bræða býflugnavaxið. Býflugnavax bráðnar nefnilega við fremur hátt hitastig (að lágmarki 63˚C, fyrir soja og paraffin kerti er þetta hitastig 30-45˚C)