Sjálfsræktar kertasett - hreint býflugnavax

Five Bees Yard

  • 9.550 kr


Sjálfs ræktar kerta sett - light for happy mind and wellbeing moments 

Kertin frá Five Bees Yard eru handunnin úr hreinu býflugnavaxi. 

Þetta er hin fullkomna gjöf fyrir andlega þenkjandi vinina sem eiga allt.
Þetta sett samanstendur af 20 stk. af kertum og 1 stk. brasskertastjaka sem koma í fallegri viðaröskju með fallegri áletrun á lokinu. Allar eru vörurnar handunnar.

Viðurinn í kassanum er fenginn úr sjálfbærum skógi í nágrenni við kertaframleiðandann.

Stærð kassa - 13cm x 10cm x 3cm.

Stærð kerta - u.þ.b. 6cm á hæð og 6mm í þvermál. 

Þessi kerti brenna upp á u.þ.b. 20 mínútum. Það er því tilvalið að taka hvíld frá símanum og klukkunni, kveikja á einu kerti og nota 20 mínútur til að hugleiða, biðja, slaka á eða sinna áhugamáli í rólegheitum.
Gefðu þér nærandi stund í daglegu amstri.

Hægt er að kaupa kerti í stykkjatali til að fylla á kassann.

UMHVERFISVÆNT.

Vinsamlegast kynntu þér notkunarleiðbeiningar fyrir býflugnavaxkertin hér

 

 


Tengdar vörur