Skápafjölskyldan Andrés

Svo margt fallegt

  • 79.500 kr


Andrésar fjölskyldan er alveg tilvalin í sveitina og myndi skapa hlílegan en töff stíl í sumarbústaðnum eða heima. Þau voru ekta sumarbústaðarfjölksylda af gamla taginu, gerð úr norskri furu alveg í gegn.... eins og þeir gerast bestir. Vel meðfarnir og klassískir en kominn tími á eigenda skipti og breytingu.

Skáparnir voru allir þrifnir og pússaðir aðeins og svo málaðir að utan með sérblönduðum lit í Miss mustard seed´s milk paint og blautpússaðir með hampolíuni sem gefur þeim dásamlega slétta og mjúka áferð.  Að innan eru þeir pússaðir og viðurinn eins og nýr. Nokkrar skúffur fengu svo sitt signature mynstur með Vintage gold.

Skápafjölskyldan samanstendur af stóra skápnum Andrési sem er í tvennu lagi, það er skenkur með tveimur skápum og sex skúffum og efri skápur sem er með tvær glerhurðar, opnar hillur í miðjuni og tvær litlar skúffur.

Breidd: 134 cm Dýpt: 40 cm Hæð: 194 cm

og svo eru það systurnar Helga og Herdís.

Helga er með eina stóra skúffu, þrjár litlar skúffur, vínrakka og eina opna hillu (mynd væntanleg) en Herdís með tvær skúffur og opnar hillur.

Breidd: 57 cm Dýpt: 34 cm Hæð: 193 cm

 

Húsgögnin frá Svo margt fallegt eru öll einstök, með reynslu og sögu.
þau eru endurunnin af alúð og ég nota einungis hágæða málningu og vörur sem eru góð fyrir okkur og umhverfið.

Fyrir frekari upplysingar og afhendingu hafið samband í skilaboðum eða í sima 8938963

(ath að húsgögnin eru, eðlilega, ekki send með pósti þó netverslunin bjóði uppá þann möguleika)