Að velja rétta litinn
Það getur verið erfitt að velja rétta litinn í gegnum netið, þar sem litagæðin eru misjöfn í myndum og meira að segja skjárinn okkar getur sýnt mjög misvísandi litatón.
En það er alltaf best að velja lit heima, í því umhverfi og byrtu sem liturinn mun vera í.
þess vegna er ég með nokkrar leiðir til að auðvelda þér að velja rétta tóninn:
nr 1, pantaðu prufudós í nokkrum litum og málaðu litaprufur heima og veldu þannig litinn sem fer best heima hjá þér. (ef þú pantar 4 greiðirðu aðeins fyrir 3)
nr 2, pantaðu litaspjald/bækling sem er með öllum litunum í raunverulegum máluðum prufum límdum í, plús nokkrum góðum ráðum og leiðbeiningum (á ensku)
eða fandeck true to color litaspjald sem er virkilega veglegt og eigulegt fyrir þá sem mála mikið, með stökum litaspjöldum í öllum litunum og með fullt af uppskriftum að sérblönduðum litum að auki.