Fréttir — Handunnið
Nýtt í vörumerki⭐Dásamlegar handunnar og umhverfisvænar vörur frá Bungalow
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Svo margt fallegt kynnir fyrir ykkur nýjar vandaðar og fallegar vörur frá danska merkinu Bungalow. (sjá Bungalow vörurnar hér) Bungalow er hugarfóstur hinnar dönsku Minnu Hildebrandt og indversks eiginmanns hennar, en Kerala á Indlandi er annað heimili þeirra og innblásturinn á bak við töfrandi heimilislínurnar, sem sameina indversk mynstur og handverk með skandi, nútímalegum stíl. Ég kynntist fyrst þessum einstöku og undurfallegu vörum frá Bungalow í fyrra, þegar vinkona mín hjá Kimiko flutti þær inn í sína verslun (kimiko og Svo margt fallegt leiga saman húsnæði í Bæjarlind) og ég féll alveg fyrir sögunni, handverkinu og einstakri fegurðinni. Núna höfum við Magga...
- 0 skilaboð
- Tags: Handunnið, Nýtt