og ég féll alveg fyrir sögunni, handverkinu og einstakri fegurðinni.
Núna höfum við Magga hjá Kimiko ákveðið að vinna meira saman að litlu fyrirtækjunum okkar,
og að Bungalow vörurnar eigi frekar heima hjá Svo margt fallegt
og saman ætlum við svo að bæta við fleyri vörum sem heilla okkur,
velja vörur sem eru vandaðar, vörur sem fara vel með nátturuna og okkur sjálf og styðja við lítil fyrirtæki eða atvinnu á fátækari svæðum... allt hlutir sem okkur finst skipta máli og viljum styðja við.
Bungalow vörurnar passa svo sannarlega við allt sem Svo margt fallegt stendur fyrir og eru svo mikið meira en bara undurfallegar.
Innblásnar af fegurð og litum frá Indlandi og heillandi hefðbundnu handverki, þá er það ánægjuleg staðreynd að vörurnar sem við kynnum eiga sér sögu og hafa verið búnar til af alvöru fólki en ekki vélum.
Handunnið
umhverfisvænt
stutt við sangjörn viðskipti (fair trade)
pappírinn er handgerður úr enduruninni bómull
mynstrin eru silkiprentuð í höndum
- unnið og hannað í samvinnu við færustu handverksmenn á Indlandi.
Verið með okkur á nýju ferðalagi sem Svo margt fallegt er að leggja í á árinu, með nýjum og góðum áheyrslum.
Við getum nefnilega glætt heimilið lit og fegurð um leið og við látum gott af okkur leiða.
Með því að velja handgerðu vörurnar frá Bungalow getur þú hjálpað til við að vernda umhverfið, þú ert einnig að styðja við afskekt samfélög og hjálpa til við að varðveita hefðbundið gamalt handverk á Indlandi.
Við erum svo spenntar fyrir þessari nýju vegferð að ég sá ástæðu til að endurvekja gamla bloggið eftir langt hlé til að deila með ykkur því sem mér finst fallegt, bæði í versluninni og heima.
Kíktu á "Stína bloggar um svo margt fallegt" ef þú vilt vita meira um Bungalow.
En á blogginu segji ég ykkur meira um hvaða töfrar liggja á bakvið danska fyrirtækið Bunglow og hvað það er sem gerir vörurnar svo einstakar og sérstakar.
Vertu innilega velkomin til okkar í verslunina í Bæjarlind 14-16
(gengið inn milli Nonnabita og Evuklæði)
Hafið það sem allra best í dag.
Með bestu kveðju,
Stína Sæm og Magga Lilja