KYNNING - OAKAM NÝR (VÆNTANLEGUR) FUSION MINERAL PAINT LITUR

Skrifað af: Stína Sæm. þann

Fusion Mineral paint Oakham

Næst kynnum við Oakham – þessi ríki dökki litur er í grunninn grár, en er samt í jafnvægi með heitum brúnum undirtónum. Þessi flókni litur mun örugglega leggja leið sína inn í grunn hverrar litapallettu.

Fusion Mineral paint Oakham

OAKHAM VIÐ FYRTU SÝN

Sjáðu myndband með samanburð við aðra liti í línunni

Í samanburði við Hazelwood til vinstri geturðu séð að hann er ákveðnari, dekri og brúnni. Þegar borin er saman við Chocolate til hægri sýnir hann gráa litatóninn. Þessi einstaki litur virðist vera hin fullkomna blanda af þessum tónum sem skapar fallegan hlutlausan grábrúnan lit.

Fusion Mineral paint OakhamFusion Mineral paint Oakham

Fusion Mineral paint Oakham

Paraðu hann með Damask fyrir tón-á-tón tilfinningu eða Casement fyrir ferska andstæðu.

Fusion Mineral paint Oakham

Oakham er einn af þessum ríku, hlýju brúnu litum sem lítur vel út með nánast hvaða heimilis stíl sem er. Hann hefur vænan gráan undirtón sem gefur honum persónuleika, en er samt hlutlaus.

Auk þess er Oakham hluti af Fusion Mineral Paint fjölskyldunni – sem þýðir að hann þekur eins og draumur og endist að eilífu! Svo ef þú ert á höttunum eftir nýjum málningarlit skaltu íhuga að prófa Oakham.

Fusion Mineral paint new colors 2022

Fylgstu með í vikunni þegar við skoðum restina af litunum, bæði hér á blogginu og á Instagram og Facebook, meðan við bíðum eftir að litirnir komi til landsins.
En við eigum von á nýju litalínunni með haustinu.
Svo þú getir látið þig dreyma um næsta verkefni með þessum töfrandi nýju tónum - vertu tilbúin að bretta upp ermarnar og mála það fallegt eftir sumarfríð þitt.

Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð