Fréttir
Við rýmum fyrir nýrri línu
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Á að gera fínt fyrir hátíðina? Öll milk paint línan frá Miss Mustard Seed´d Milk Paint verður á 20% afslætti alla vikuna eða meðan byrgðir endast.Við erum að rýma til fyrir nýrri spennandi milk paint línu svo nú er tækifæri til að byrgja sig upp af þessari frábæru, náttúrulegu málningu á góðu verði meðan hún er til. Afslátturinn er í gildi frá deginum í dag og út Netmánudaginn 30. nóvember meðan byrgðir endast.Öll línan er á 20% afslætti sem dregst af í greiðsluferlinu. Athugið að litir og vörur sem er uppseld í línuni er ekki væntanlegt aftur. Er þinn litur enn...
Svo margt fallegt á Norðurlandi í nóvember
Skrifað af: Stína Sæm. þann
"Málum svo margt fallegt" námskeið í Héðinsminni og svo einstök upplifun í Sigluvík, í einu ótrúlega spennandi ferðalagi. En fimmtudaginn 15 nóvember æltla ég að keyra norður með fullan bíl af málningu og verkfærum og halda námskeið í Skagafirði ( sjá meira um það hér) og halda svo ferð minni áfram og taka þátt í ótrúlega spennandi viðburði um helgina, 17. og 18. nóvember, sem mig langar til að segja ykkur frá og bjóða ykkur að vera með okkur. Hún Kristín Bjarnadóttir eða Kikka eins og hún er oft kölluð, bauð mér nefnilega að taka þátt í Útgáfugleði Blúndu og...
Klukku og skiltanámskeið
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Skoðum aðeins skiltin og klukkurnar sem ég kenni ykkur að gera á nýju námskeiðunum!
Ég lét útbúa fyrir mig nokkrar útgáfur af efni til að mála á og sjá hvað mér líkar best og hér er það ferli í myndum.
- 0 skilaboð
- Tags: námskeið
Púða námskeið - stenslað á púðaver með Fusion
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Hverngi líst ykkur á þetta? Ég var að fá alveg dásamlega fallega stensla frá Fusion til að nota á námskeiðum í næsta mánuði.... (ath að þessi stensill verður ekki í netversluni til að byrja með) Á þessu námskeiði ætlum við að stensla á púðaver með nýju Fusion málninguni, sem virkar mjög vel til að mála á efni eins og þessi púðaver .... og fyrir ykkur sem viljið prufa hana þá er hún líka til í svona litlum prufudósum í versluninni sem er algjör snilld enda þarf svo pínulítið af málningu í svona verkefni en gaman að vera með nokkra liti....
- 0 skilaboð
- Tags: Fusion, námskeið, stenslað
Velkomin í nýja netverslun svo margt fallegt
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Áttu gamalt húsgagn sem þú vilt gefa nýtt líf og Langar þig til að breyta alveg til á ódýran hátt? Ég get hjálpað þér að endurnýta og vera dáldið umhverfisvænni með því að henda minna og gera gamla dótið fallegt á ný. Af hverju td að henda því sem þér þykir vænt um og finst fallegt og vandað, bara af því það er ekki lengur að falla að síbreyttilegum smekk þínum? Eða langar þig til að þiggja gamla borðið hennar ömmu þó það sé farið að láta á sjá og sé bara alls ekki passa við stílinn á heimilinu? Hvað fæst svo hjá...