Púða námskeið - stenslað á púðaver með Fusion
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Hverngi líst ykkur á þetta?
Ég var að fá alveg dásamlega fallega stensla frá Fusion til að nota á námskeiðum í næsta mánuði....
(ath að þessi stensill verður ekki í netversluni til að byrja með)
Á þessu námskeiði ætlum við að stensla á púðaver með nýju Fusion málninguni,
sem virkar mjög vel til að mála á efni eins og þessi púðaver ....
og fyrir ykkur sem viljið prufa hana þá er hún líka til í svona litlum prufudósum í versluninni sem er algjör snilld enda þarf svo pínulítið af málningu í svona verkefni en gaman að vera með nokkra liti.
Eins og ég sagði þá byrjaði ég á því að fá þennan stensil bara til að nota á námskeiðunum en er ekki með hann í sölu.... ekki enn.
En á námskeiðunum verður val um fleyri stensla og ég var að fá nýja pöntun frá The stencil studio ...
og þar eru nokkrir sem ég pantaði alveg sérstaklega með námskeiðin í huga,
Á púða- námskeiðinu veljið þið ykkur tvö púðaver, stensla og hafið um 20 liti að velja út til að gera ykkar útgáfu af púðum.
Hér sjáum við svo hvernig einn og sami stensillin getur tekið á sig ólíka mynd.
Þessi bloggpóstur byrtist fyrst á Svo margt fallegt blogginu, sjáið hann allan hér.
Þið getið fundið námskeiðin hér í netversluninni og fylgst með þegar ný námskeið bætast við...
þar eru nánari lýsingar á mámskeiðunum og þið getið bókað ykkur.
og ef þið eruð 4 eða fleyri saman getið þið haft samband og við bókum sérnámskeið fyrir ykkur.
Með bestu kveðju, Stína
Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.
- 0 skilaboð
- Tags: Fusion, námskeið, stenslað