Velkomin í nýja netverslun svo margt fallegt

Skrifað af: Stína Sæm. þann

Áttu gamalt húsgagn sem þú vilt gefa nýtt líf og Langar þig til að breyta alveg til á ódýran hátt?

Ég get hjálpað þér að endurnýta og vera dáldið umhverfisvænni með því að henda minna og gera gamla dótið fallegt á ný.

Af hverju td að henda því sem þér þykir vænt um og finst fallegt og vandað, bara af því það er ekki lengur að falla að síbreyttilegum smekk þínum?  Eða langar þig til að þiggja gamla borðið hennar ömmu þó það sé farið að láta á sjá og sé bara alls ekki passa við stílinn á heimilinu?

Hvað fæst svo hjá Svo margt fallegt?

Ég býð uppá tvær gjörólíkar málningar línur fyrir húsgögn, sem þó eru báðar framleiddar af sama litla fjölskyldu fyrirtækinu í Kanada. En það eru MMS Milk paint og Fusion mineral paint. Þessar tvær gerðir eru eins ólíkar og dagur og nótt og henta þess vegna ólíkum verkefnum og ólíkum smekk... því við höfum jú ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum að meistaraverkið okkar líti út fullgert. Svo er lykillin að fallegu verki ekki bara vönduð og góð málning heldur eru réttu áhöldin líka mikilvæg og að kunna réttu handtökin og öll trixin í bókini til að fá það útlit sem við sjáum fyrir okkur.  Á það að vera nýtt og fínt, gamalt eða næstum "ónýtt" útlit?  Þess vegna býð ég uppá námskeið til að kenna þér réttu handtökin og trixin og er með vandaða pensla og ýmis efni til að fá allskonar  skemmtileg "effect" og svo til að gera þetta enn skemtilegra þá er ég með fullt af stenslum... alls konar stensla, bæði svo þú getir klárað húsgagnið þitt með flottu munstri, skreytt heilu veggina með veggfóður-munstri eða gert skilti, púða eða bara hvað sem þér dettur í hug.

Með réttu vörunum, smá þekkingu og dass af hugmyndaflugi getur þú sjálf/ur gert svo margt fallegt.

Þú ert velkomin til mín í Keflavík, að skoða litina og áferðina.... það munar öllu að fá að snerta og skoða og fá persónulega ráðgjöf.

En svo geturðu líka verslað allar vörurnar hér í netversluninni, fengið þær sendar heim eða á næsta póstahús. Bókað þig á námskeið og lesið fréttir og fróðleik, hér í netverslun svo margt fallegt. 

Á forsíðuni finnurðu vöruflokka, námskeiðin og mánaðartilboð. neðst á síðuni getur þú skráð þig fyrir fréttabref, fundið staðsetninguna, opnunartíma og skilmála svo fátt eitt sé nefnt. 

Ef þú hefur einhverjar ábendingar um það sem betur mætti fara í netversluninni endilega vertu í sambandi og láttu mig vita svo ég geti gert enn betur fyrir okkur öll. 

 Með Bestu kveðju og takk fyrir innlitið,

Stína Sæm

 

 


Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.Nýrri Póstar →


  • Muchas gracias. ?Como puedo iniciar sesion?

    ggktcnyrlv on

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published.