Eulalie´s sky í nærmynd

Skrifað af: Stína Sæm. þann

 Eulalie’s Sky…


 er daufur græn-blár litur, nefndur eftir litnum á himninum á málverki af kú, eftir listakonuna Cindy Austin. Marían nefndi kúnna Eulalie og hún hefur hangið á heimili hennar í mörg ár og er orðin að nokkurskonar auðkenni fyrir Marians stíl og liturinn á himninum yfir kúnni Eulalie var kveikjan að nyjum lít í milk paint línuni hennar svo nafnið á litnum varð að sjálfsögðu að vera Eulalie´s sky... hvað annað?

 

 

Þar sem Eulalie´s sky og Linen eru litir mánaðarins hjá Miss mustard seed´s valdi ég þá tvo liti á þennan gamla sjarmerandi koll sem ég málaði og er fullkomin sem lítið nett borð til að leggja kaffibollann á. Lítill gamall sjarmur.

 

Svo Margt Fallegt

Hér er svo verkefni með Eulalie´s sky, sem varð að myndarlegum bloggpósti hér á Svo margt fallegt. (klikkið bara á myndina til að skoða þann bloggpóst)

en hjá Madda mínum hér í næsta húsi er þessi fallegi skenkur sem svo sannarlega sómir sér vel svona grænblár. 

eulalies-sky-cabinet

 

Verslið litinn hér: Eulalie´s sky

Þessi bloggpóstur byrtist fyrst á Svo margt fallegt blogginu 18. Mai 2016. 


Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.



Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð