Fusion kynnir 9 nýja liti

Skrifað af: Stína Sæm. þann

Við kynnum nýja litalínu fyrir 2022 og höldum áfram of tengjum  við hina dásamlegu og ævintýralegu kynningu á 11 nýjum litum síðasta sumar, (þið muniði eftir því er það ekki?) þessi kynning er dökka hliðin á því ævintýri.

þessir litir hreinlega springa út og stíga aðeins frá björtu fagurfræði síðasta árs. Við vonum að þú munir elska þessa djúpu, ákveðnu og dökku litalínu þegar hún kemur til okkar... vonandi í lok Ágúst.

9 nýjir Fusion litir

Þau hjá Fusion™ eru að eilífu innblásin af litum allt í kringum okkur - finna vísbendingar frá náttúrunni og landslaginu til ferðalaga og tísku. Augu þeirra eru stöðugt að reika, sækja innblástur og sjá fyrir sér nýjar litapalletur.

Við erum spennt að kynna fyrir þér nýjustu sköpunina: 

9 nýja fallega Fusion™ liti sem við vitum að þú munt elska. Þessir litir eru innblásnir af jafnvægi milli klassískra tóna og glitrandi gimsteina, djúpir og skapmiklir. Þessir djörfðu litir eru yfirlýsing sem bíður þess að verða gefin; ríkir, dökkir og fullir lit.

 

Nýju litirnir fara í sölu í norður ameríku núna um helgina, en við þurfum að bíða eftir að þeir berist til dreifingaraðila í evrópu... og svo þurfa þeir að berast til okkar.

En á meðan við bíðum eftir þeim ætlum við að skoða þá vel hvern fyrir sig eins við gerðum í fyrra. Hver og einn litur mun fá sinn bloggpóst og ég deili myndböndum og myndum af hverjum og einum á miðlana.

Svo þú getir látið þig dreyma um næsta verkefni með þessum töfrandi nýju tónum - vertu tilbúin að bretta upp ermarnar og mála það fallegt eftir sumarfríð þitt.

Við kynnum 9 dökka ævintýraljóma

(væntanlegir í sumarlok)

Chestler

Fusion mineral paint Chestler


Chestler er flókinn blágrænn litur sem státar af dýpt og ásetningi. Þessi tónn mun fá þig til að stoppa og kafa niður í hyldýpi lita hans.

 

Willowbank

Fusion mineral paint Willowbank

Willowbank er djúpur, ríkur klassískur dökkblár með líflegu ívafi, fullkomið til að búa til dimmt og stemningsfullt rými með dökkum tónnum.

 

Oakham

Fusion mineral paint Oakham

Oakham – þessi ríki dökki litur er í grunninn grár, en er samt í jafnvægi með heitum brúnum undirtónum. Þessi flókni litur mun örugglega leggja leið sína inn í grunn hverrar litapallettu.

Conservatory

Fusion mineral paint Consveratory

Conservatory  – rétt eins og nafn hans gefur til kynna, er þessi græni millitónn innblásinn af náttúrunni og yfirfullur af litum, glæsilega klassískur og gefur hvaða rými sem er orku.

Manor Green

Fusion mineral paint Manor green

Manor Green – ríkulegur, djúpur grænn sem mun verða elskaður í margar aldir. Þessi mettaði tónn hallar sér af öryggi inn í svarta undirtóninn. Þessi næstum svartgræni hefur mjög fíngerð blæbrigði sem gera gæfumuninn þegar þú bætir dýpt og stemningu við rýmið þitt.

 

Highlander  

Fusion mineral paint Highlander

Highlander – djúpur, kraftmikill skarlatsrauður, innblásið af skotapilsum Fusion fjölskyldunar sem er borið um lág- og hálendi Skotlands. Þessi litur er jafn tímalaus og Skotland sjálft.

 

Elderberry

Fusion Elderberry

 Elderberry –  líflegur en samt háþróaður girnilegur fjólublár,  kemur þessi litur með akveðin og útreiknaðan lit inn í hvaða rými sem er.

Winchester

Winchester – þessi djúpi litur er ríkur og ákveðin, barokk-innblásinn litur sem mun lheilla þig með  karakter hans.

Þetta eru allir 9 Fusion litirnir sem eru væntanlegir

Þeir eru á leiðinni til evrópu og verða varanleg viðbót við litaúrval Fusion. Ekki tímabundin litalína og það er ekki verið að taka neina liti út að svo stöddu.

 Fylgist með þegar við kynnum hvern og einn af þessum djúpu ríku litum, í bloggpóstum, og færslum á Facebook og instagram meðan við bíðum eftir þeim


Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð