Ikea hack með litnum Gotham Gray frá Milk Paint by Fusion

Skrifað af: Stína Sæm. þann

Gotham Gray milk paint by Fusion

 Núna þegar við erum svona mörg að vinna að heiman, af hverju ekki að láta skrifborðið falla inn í heimilis stílinn?

Sjáið hvernig við getum breytt venjulegu Ikea borði i fallegum grip sem passar við þinn stíl.

Þetta Ikea Alve skatthol var orðið dáldið þreytt og gamalt í sínu orginal furu útliti. Svo við ætlum að nota Gotham Grey Milk paint frá Fusion og gjörbreyta þessu skattholi, í þessu skemmtilga Ikea "hacki"!

 Hér er það sem þú þarft í þetta verkefni

Til að gefa skápnum nútímalegra útlit völdum við  Gotham Grey” frá Fusion Milk Paint.  

Upphaflega áferðin var með smá vörn yfir svo til að undirbúa það fyrir málninguna þrifum við það vel með  Fusion TSP Alternative sem við blönduðum með vatni og svo létt pússuðum við með sandsvampinum til að matta áferðina.

Ef þú ert að mála yfir hráan við eins og furu, mælum við með að blokka viðarkvistina með þar til gerðum grunn, áður en þú málar, til að koma í veg fyrir að kvistirnir blæði í gegn með tímanum, sérstaklega á ljósari litum.  En þar sem við höfðum áður málað svipað húsgagn án nokkura vandræða, ákváðum við að blokka ekki kvistina í þetta sinn.

Við blönduðum Gotham Gray duftið og vatn í jöfnum hlutföllum til að fá þekjandi útlit. þú getur svo aðlagað hlutföllin ef þér finnst það of þunnt eða of þykkt. hrærðu með písk og láttu standa í 15 mín svo milk paint hráefnin nái að öll að leysast vel upp.

hér er myndband sem sýnir hvernig við blöndum Milk Paint !

Við máluðum vær umferðir af Gotham Grey.

Hér er myndband sem sýnir hversu þekjandi má búast við að  Milk Paint sé:

Hver umferð þornar á ca 20-30 minutum. Berið eins margar umferðir á og þarf

Við vildum hafa skattholið bjart og ferskt að innan, í kontrasti við gráa litin að utan, svo við máluðum 3 umferðir af Picket Fence” frá Fusion Mineral Paint. 

Fyrir stórt flatt yfirborð, mælum við með að nota málningar rúllu til að flyta fyrir, og pensil í hornin. 

Eftir að málningin þornaði, pússuðum við yfir allt með 600 grit sandpappír til að fá slétt og mjúka áferð og vernduðum svo mjólkurmálninguna með Fusion Hamp Olia. Gott ráð: þú getur í raun olíuborið húsgagnið áður en þú pússar til að minka rykið og færð þá enn mykri og betri áferð! Vertu bara viss um að þú sérð alveg sátt/ur við hversu vel málningin þekur áður, því þú málar ekki yfir málninguna eftir að þú olíuberð húsgagnið. Eftir 24 tíma geturðu þurkað af alla umfram olíu sem hefur ekki drukkið sig ofan í málninguna með sléttri tusku. 

 Upphaflegu Ikea höldurnar voru aðeins of minimalískar. Svo við skiptum þeim út fyrir stærri höldur.

Og hér er lokaútkoman.

Þetta skatthol á núna skilið að vera á besta stað á sínu heimili.

Bloggpósturinn er þýddur og stílfærður frá Fusion Milk Paint

Sjáið upphaflega bloggpóstin hér: Gotham Grey Ikea hack Alve secretary hutch

Vonandi var þessi bloggpóstur bæði ánægjulegur, fræðandi og góður innblástur.

Bestu kveðjur.

Stína


Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð