Hvíta vaxið frá Miss mustard seeds milk paint

Skrifað af: Stína Sæm. þann

Í Ágúst ætlum við að kynnast betur kremkenda Hvíta vaxinu okkar.Hvíta vaxið er í grunnin mjúka Húsgagnavaxið sem hvítum lit er bætt úti.
Þegar þú opnar dósina, lítur það út eins og hvítt girnilegt smjörkrem.
 

 
Áður en þú berð Hvíta vaxið á húsgagnið þitt, mælum við með að setja lag af glæra Húsgagnavaxinu á fyrst, svo auðveldara er að stjórna hvíta vaxinu. Svo skaltu bera Hvíta vaxið á með klút eða vaxpensli,  þú dreifir vel úr því og þurkar svo yfir með hreinum klút þannig að hvíta vaxið verður eftir í viðaræðum, hornum og köntum og ef einhverjar rispur eða dældir eru. Þegar þú hefur þurkað allt umfram vax af er engin þörf á frekari vörn. Hvíta 
vaxið er endingargóð vörn.
Hvíta vaxið er líka hægt að bera beint á ómálann og óvarinn við til að fá hvíttað útlit.
 
Miss Mustard Seed skrifaði flottan bloggpóst þar sem hún útskýrir vel hvernig hún bar hvíta vaxið á þessa flottu skandinavísku kommóðu hér.
 
 
Hvíta vaxið lætur vinsæla svarta litinn Typewriter verða meira eins og kolagrár .   The Golden Sycamore á heiðurinn af þessari súper flottu graffík sem sýnir munin vel.
 
Hvernig sem þú velur að nota Hvíta vaxið, verður það fljót að ómissandi  MMS Milk Paint vöru hjá þér því meira sem þú notar það!
 
Þú getur komið og kynst Hvíta vaxinu og verslað það hjá Svo Margt Fallegt Bæjarlind 2 (2hæð) 
eða  á svomargtfallegt.is

Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð