NÝTT FYRIR MÁLARANN OG ALLA SEM VILJA VERJA OG NÆRA VINNANDI HENDUR

Skrifað af: Stína Sæm. þann

  

VIÐ KYNNUM NÝJAR SJÁLFS-RÆKTAR VÖRUR  FYRIR MÁLARANN!

Sem málari kannastu liklega við að vera með fasta málningu á höndunum eftir málningarvinnu og ert líklega að þvo þér um hendurnar sem virðist vera milljón sinnum á dag! Þær verða þurrar og sprungnar og í heildina líður þér bara ekki vel!
Þessar mjög sérstöku vörur hafa verið hluti af fjölskylduuppskrift hjá Clapham's Beeswax í mörg ár, Fusion er þess vegna svo spennt að vinna með þeim að þessum nýju sjálfs-ræktarvörum, sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir málara... og allar aðrar vinnandi eða þurrar hendur og varir!  Þessar vörur hjálpa ekki bara að láta húðina líða ótrúlega vel og líta vel út, handáburðurinn kemur í raun í veg fyrir að málningin festist á höndunum!

Ég byrja á því að fá þessar frábæru nýju sjálfs-ræktarvörur í setti.  þetta gjafasett er fullkomið fyrir málarann eða þá sem eru duglegir að vinna með höndunum, hlutir verða einnig seldir stakir seinna meir. Þetta sérstaka dekur sett fyrir málarann kemur í þessum merkta taupoka sem gerir það að einstakri gjöf sem búið er að pakka inn fyrir þig!

Þetta náttúrulega sett samanstendur af uppáhalds hlutunum okkar og inniheldur allt sem þú þarft til að hugsa vel um vinnusamar hendur.

Handgerðar í litlum lotum á Salt Spring Island, Bresku Kólumbíu, er hver vara hönnuð til að mýkja og róa húðina.

 

SJÁLFS RÆKTAR SETT FYRIR MÁLARA – HIN FULLKOMNA GJÖF!

100% náttúrulegar, vistvænar býflugnavörur til að róa og mýkja húðina.
Settið inniheldur:

  • Lavender Propolis sápa
  • Býsvax handa- og húðkrem
  • Náttúrulegur býsvax varasalvi
  • Propolis Salvi. 

Sannkallað dekur fyrir málarann.

LAVENDER PROPOLIS SÁPA:

Látið lúxusin freyða eftir málningarvinnuna, með þessari mildu sápu, gerð með róandi propolis, kókosolíu, shea smjöri og ólífuolíu og ilmandi með náttúrulegum lavender ilmkjarnaolíum.

 

BÍSVAX HAND- & HÚÐKREM:

Þessi fjölskylduuppskrift hefur verið gerð í yfir 30 ár. Þetta lúxus náttúrulega krem er búið til með hráefnum sem eru hönnuð til að hjálpa til við að róa húðina. Berið á hreinar hendur áður en málað er til að koma í veg fyrir að málningin festist við hendurnar og gerir handþvottinn enn auðveldari. Ilmar af náttúrulegum ilmkjarnaolíum úr lavender og rósmarín.

Notaðu 2 -3 sinnum á dag og þú munt sjá bata á húðinni innan viku.

fusionself care kit

NÁTTÚRULEGUR BÍSVAX VARASALVI:

Sefaðu þurrar eða sprungnar varir með þessum náttúrulega býsvax varasalva, unninn með piparmyntuolíu eða nátturulega propolis salvanum. 

Fullkomið fyrir þennan kalda árstíma og mun næra og mýkja varirnar á þér.

PROPOLIS HANDSALVI


Þetta er algjör game-changer fyrir þá sem eru með sprungna auma húð. Propolis er kvoðablanda sem býflugur búa til og kostir þess gera það að undraefni:

  • sveppadrepandi,
  • bakteríudrepandi,
  • bólgueyðandi og
  • andoxunarefni.
Við elskum að nota þennan salfa á hendur og úlnliði eftir mikla málningar vinnu. Frábært fyrir sprunga húð, naglabönd og svo margt fleira! Með náttúrulegum eiginleikum propolis er þetta alltaf hluti af skyndihjálparbúnaðinum okkar líka!

 

Þú átt aðeins skilið það allra besta
og þetta sett er svo sannarlega það besta fyrir þínar hendur
Gefðu þér nærandi og verndandi gjöf
Vertu velkomin í verslun Svo margt fallegt í Bæjarlind 14-16 
eða skoðaðu úrvalið í netversluni og verslaðu heima í stofu.

Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published.