Svo margt falleg verslunin í Bæjarlind lokar!
Skrifað af: Stína Sæm. þann
Kæru vinir
Ég hef ákveðið að loka versluninni í Bæjarlind og flytja málningar lagerinn heim til mín í Keflavík og afgreiða netpantanir þaðan.
Síðasti opnunardagurinn verður á laugardaginn 26.mars eftir það er ég bara með netverslun!
Athugið að...
Ég verð ekkki með verslun á staðnum
eða aðstöðu til að halda námskeið.
En hinsvegar mun ég halda áfram að gefa ykkur málningar ráð og fræðslu á miðlum Svo margt fallegt, bæði facebook og instagram.
oooog svo netnámskeið og fræðslu.
Þessi staða kom hratt upp þar sem Regnboginn verslun ákvað að flytja og vaxa og dafna enn frekar og ég og kimiko sáum okkur ekki fært að vera áfram í rýminu sem við vorum í og ég ákvað í skyndi að láta verða að því sem hafði blundað í mér.... að hætta með verslun á höfuðborgarsvæðinu og færa mig alfarið heim og á netið.... það gerðist bara hraðar en ég hafði planað.
Hér heima eru mörg verkefni sem bíða mín og gefa mér tækifæri til að kenna ykkur og deila fróðleik og málningarráðum.
Heil íbúð sem ég ætla að gera upp og innrétta með tilheyrandi málningarverkefnum: innréttingu, hurðum, flísum og húsgögnum og það verður bara ótrúlega gaman að leifa ykkur að fylgjast með.
Auk þess sem ég hef verið að njóta þess vinna við handverkin mín og komin með þrá til þess að næra áhugamál sem hafa algjörlega þurft að víkja fyrir málninguni síðustu árin, og þróa þá ástríðu eithvað frekar.
Vonandi eigum við öll eftir að njóta þeirrar þróunnar saman og ég að ég geti gert svo margt fallegt að lifandi skapandi miðli sem bara vex áfram
Svo þetta er ekki bara endir á tímabili heldur mun frekar upphaf á einhverju nýju.
Með bestu kveðju
Stína