Svo margt fallegt á Norðurlandi í nóvember

Skrifað af: Stína Sæm. þann

"Málum svo margt fallegt" námskeið í Héðinsminni og svo einstök upplifun í Sigluvík, 

í einu ótrúlega spennandi ferðalagi.

En fimmtudaginn 15 nóvember æltla ég að keyra norður með fullan bíl af málningu og verkfærum og halda námskeið í Skagafirði ( sjá meira um það hér) og halda svo ferð minni áfram og taka þátt í ótrúlega spennandi viðburði  um helgina, 17. og 18. nóvember,  sem mig langar til að segja ykkur frá og bjóða ykkur að vera með okkur.

 

Hún Kristín Bjarnadóttir  eða Kikka eins og hún er oft kölluð,  bauð mér nefnilega að taka þátt í Útgáfugleði Blúndu og Blóma....

(finnið viðburðinn á fb hér)

 

 

....sem haldin er á heimili hennar Sigluvík á Svalbarðsströnd,

 rétt utan við Akureyri 

 

Blúndur og blóm

 

Hún fagnar nýjum árgangi af dagatölunum sínum og tækifæriskortunum, sem eru með fallegu myndum Blúndu og blóma og hugljúfum teksta beint frá hjarta Kikku.

 

 



 og til að fagna því í ár, býður hún stórum hóp af skapandi fólki að taka þátt í gleðinni með sér þar sem hún opnar heimili sitt með glæsilegri hönnunar- og handverksveislu ásamt ýmsum uppákomum, svo úr verður einstök og falleg upplifun sem ég er svo þakklát fyrir  að fá að taka þátt í.

Þarna mun snarkandi eldur taka á móti okkur fyrir utan, inni verður ekki bara handverk heldur líka léttar veitingar, söngur, kleinur og sörur, þú getur fengið nudd eða látið spá fyrir þér og bara átt notalega stund með okkur á þessum ótrúlega fallega stað.

 

 

Hér er mynd sem ég fann af léttu veitingunum frá fyrri útgáfugleði blúndu og blóma.

Ég verð þarna í fallegu borðstofuni hennar í ár, með undurfallegt útsýni út um borðstofugluggan að kynna  málninguna og ætla að vera með sýnikenslu fyrir gesti...

 

 

 

en hún Kikka er með dásemdar stól sem hún keypt í Góða hirðina og við höfum nefnt Mddömuna,

 ég ætla að mála hann  þarna á staðnum í nokkrum sýnikennslum báða dagana. 

Hugmyndin er að halda í fallega áklæðið  og sníða stólinn að ljósum og rómantískum stílnum sem einkennir Blúndur og Blóm og heimili Kikku.

 

 

Svo ég hef valið nýja litin Damask sem ég var að fá og get varla beðið eftir að prufa sjálf: Svo sé ég fyrir mér að nota smá milk paint í hvítum lit líka og held að nýja perluvaxið í lokin myndi gefa maddömuni viðeigandi bjarma og virðuleik.

En við sjáum til hvað við nöfnurnar ákveðum  þegar ég loks hitti maddömuna og byrja á verkefninu. 

 

Með mér í útgáfugleðinni er eins og ég sagði alveg frábær hópur af skapandi fólki sem ætlar að gera helgina að einstakri upplifun og þið getið fundið þau og fylgst með kynningu og undirbúninigi í viðburðinum hér að neðan:

 

Útgáfugleði Blúndu og Blóma



Ég vonast til að sjá ykkur sem flest á norðurlandinu...

Skráning á námskeiðið  finnið þið hér (ath aðeins örfá sæti eftir)

Málum svo margt fallegt í skagafirði


og svo er fallega heimilið i Sigluvík  opið og við bjóðum ykkur öll velkomin til okkar á fallega og skapandi upplifun.

 

mynd fengin frá Blúndur og blóm á fb

 

Með kærleikskveðju

Stína Sæm

Þessi póstur byrtist fyrst á blogginu svomargtfallegt.is 

 


Ef þér líkar þessi póstur þá máttu endilega deila honum fyrir mig.



← Eldri Póstar Nýrri Póstar →


  • TUWedFxsuGwbiE

    payBMYgm on
  • LgTwJFyOnIVu

    tqeAIpPMNuRiYrFU on
  • nDcgXEtjRVNYyi

    EHpUVTNZAKrkMgi on
  • 37A2RLIDAAL www.yandex.ru

    37A2RLIDAAL www.yandex.ru on

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published.